OutPut

Allt prentverk er leikur einn í okkar höndum

output er úrræðagóð smiðja sem hingað til hefur starfað í hljóði fyrir fáa en trausta viðskiptavini.

En … nú sem sagt ætlum við að kynna okkur aðeins til sögunnar enda daginn tekið að lengja.

   • Við tökum að okkur allt umbrot og lokafrágang á efni til prentunar og/eða til rafrænnar útgáfu.
   • Við sjáum um uppsetningu á hinum ýmsu eyðublöðum og formum, þá einnig vef-formum sem ætluð eru til birtingar og til að fylla út á stafrænan hátt. Hýsum einnig slík form ef þörf er á.
   • Við útbúum nafnspjöld og hvers kyns skírteini þar sem þú skilar okkur Excel-skjali með upplýsingum ásamt myndum af viðkomandi og færð til baka skjal eða skjöl (pdf eða jpg) tilbúin til prentunar.
   • Við setjum upp einnar síðu snjallvefi (auglýsingavefi sem skala sig eftir búnaði þess sem skoðar) og hýsum til lengri eða skemmri tíma.
   • Við útvegum tilboð í prentun sé þess óskað. Erum í góðu sambandi við prentsmiðjur bæði hér innanlands sem og erlendis.

Við tökum vissulega öllum verkefnum fagnandi og þá jafnt stórum sem smáum en sérhæfing okkar liggur einna helst í vinnslu á gagnagrunnstengdu efni eins og t.d. að koma gögnum frá Excel yfir í fullbúnar síður fyrir hefðbundna prentun og/eða rafræna birtingu, má þar nefna hvers konar lista og skrár með eða án tenginga við myndir.